Verkefni Vox feminae 1993-2000
2000                                                            
11. mars Vínarvor
Tónleikar í tónlistarhúsinu Ými. Einsöngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Sigrún Eðvaldsdóttir fiðla, Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó, Páll Einarsson selló, Sigurður I. Snorrason klarinett og Arnhildur Valgarðsdóttir píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
1. maí Norrænt kvennakóramót á Íslandi
Tónleikar í Tjarnarbíói í tengslum við Norrænt kvennakóramót á Íslandi. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Júní Aurora á Ítalíu
Félagar úr Vox feminae, undir nafni sönghópsins Aurora, sungu á listasýningu á Rimini á Ítalíu.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
12.-13. nóvember Undirbúningur fyrir kórakeppni
Tónleikar í Kristskirkju og Háteigskirkju, flutt var kirkjuleg tónlist til undirbúnings þátttöku í Palestrina kórakeppninni í Róm.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
22. nóvember Palestrina kórakeppni í Róm
Kórferð til Rómar þar sem kórinn tók þátt í Palestrina kórakeppninni í kirkju Sant'Ignazio og vann til silfurverðlauna.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.


 
3. desember Caritas
Styrktartónleikar Caritas Ísland í Kristskirkju í þágu fatlaðra barna. Flytjendur auk Vox feminae: Þóra Einarsdóttir sópran, Gunnar kvaran selló, Daði Kolbeinsson óbó og Úlrik Ólason orgel.
Stjórnandi Vox feminae Margrét J. Pálmadóttir.
 
14.19. og 20. desember Syng barnahjörð
Jólatónleikar í Hallgrímskirkju og Grafarvogskirkju ásamt Gospelsystrum Reykjavíkur og Stúlknakór Reykjavíkur. Einsöngvari Björk Jónsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Kristján Þ. Stephensen óbó, Eiríkur Örn Pálsson trompet og Arnhildur Valgarðsdóttir orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 
1999    
16. apríl Da Pacem Domine
Vortónleikar Vox feminae í Kristskirkju „Gef oss, Drottinn frið á vorum dögum.“ Undirleikari Úlrik Ólason orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
10.-12. september Tónleikaferð um Norðurland
Kórinn hélt tónleika á Sauðárkróki, í Húsavíkurkirkju og að síðustu var sungið við messu í Glerárkirkju Akureyri. Undirleikari Úlrik Ólason orgel og píanó. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Desember Jól
Jólatónleikar í Háteigskirkju. Auk Vox feminae kom fram Stúlknakór Reykjavíkur. Undirleikarar: Arnhildur Valgarðsdóttir píanó og Kristján Stephensen óbó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 

1998

   
10. maí Himnamóðirin bjarta
Vortónleikar í Kristskirkju. Undirleikari Svana Víkingsdóttir orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Ágúst Afmælishátíð Norræna hússins
Tónleikar á 30 ára afmælishátíð Norræna hússins.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Ágúst Kaffileikhúsið
Tónleikar í Kaffileikhúsinu. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Nóvember Sinfóníutónleikar
Kórinn söng á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíó. Flutt var verkið Pláneturnar eftir Gustav Holst.
Stjórnandi Rico Saccani.
 
14. og 15. nóvember Sungið með ALBA
Vox feminae söng með miðaldatónlistarhópnum ALBA á tónleikum í Hallgrímskirkju og í Skálholtsdómkirkju. Einsöngur: Agnethe Christensen. Hljóðfæraleikarar: Helen Davies hörpur og Poul Höxbro pípur, saltari og trumbur.
Stjórnandi Vox feminae Margrét J. Pálmadóttir.


 
19. desember         Dýrð sé Guði í upphæðum
Jólatónleikar í Háteigskirkju. Einsöngvarar: Alina Dubnik, Sigrún Pálmadóttir og Anna Birgitta Bóasdóttir. Hljóðfæraleikarar: Symon kuran, Margrét Kristjánsdóttir, Zbigniew Dubik, Dóra Björgvinsdóttir, Helga Þórarinsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir, Richard Korn, Eiríkur Örn Pálsson, Hólmfríður Þóroddsdóttir, Elín Guðmundsdóttir og Pavel Manásek úr Sinfoníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.


 
Desember Tónleikaferð til Kölnar
Tónleikaferð til Kölnar í Þýskalandi. Þar var sungið í beinni útsendingu þýska ríkisútvarpsins í Köln og á jólatónleikum. Þetta var síðari hluti samvinnuverkefnis við þýskan hóp sem hófst 1997.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 
1997    
21. febrúar Myrkir músíkdagar
Tónleikar í Digraneskirkju í tengslum við Myrka músíkdaga.
Stjórnendur: Margrét J. Pálmadóttir og Sibyl Urbancic.
 
Maí Upptökur
Vox Feminae söng tvö lög inn á Víf, geisladisk Kvennakórs Reykjavíkur.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Maí Ef þig langar að syngja
Vortónleikar í Langholtskirkju ásamt Kvennakór Reykjavíkur, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur og Senjorítum. Einsöngvarar: Björk Jónsdóttir, Jóhanna G. Linnet og Signý Sæmundsdóttir. Píanóleikarar: Svana Víkingsdóttir og Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Stjórnendur: Margrét J. Pálmadóttir, Jóhanna Þórhallsdóttir og Rut Magnússon.
 
Ágúst

Tónleikaferð til Vínarborgar
Tónleikaferðalag til Vínarborgar. Sungið á tónleikum 23.og 24.
ágúst.

Stjórnandi Sibyl Urbancic.
 
16. október Íslandskveðja
Tónleikar í Víðistaðakirkju í samstarfi við þýskan kór, Karlakórinn Þresti í Hafnarfirði og blásarasveitina Platin Orchester undir stjórn Michael Nathen. Undirleikari Lára S. Rafnsdóttir píanó.
Stjórnendur: Margrét J. Pálmadóttir, Josef Hesse og
Jón Kristinn Cortez.
 
17. desember Gloria in excelsis deo
Jólatónleikar Vox feminae og Stúlknakórs Reykjavíkur í Háteigskirkju. Einsöngvarar: Sigrún Pálmadóttir og Anna Birgitta Bóasdóttir.
Hljóðfæraleikarar: Symon Kuran, Margrét Kristjánsdóttir, Dóra Björgvinsdóttir, Ólöf S. Óskarsdóttir, Richard Korn, Eiríkur Örn Pálsson, Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Junah Chung, Kristján Þ. Stephensen, Anna Magnúsdóttir og Svana Víkingsdóttir.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Desember Listaklúbbur Þjóðleikhússins
Tónleikar í Þjóðleikhúskjallaranum í samstarfi við Listaklúbb Þjóðleikhússins. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 
1996    
. 10. 11. og 12. maí Ísland er land þitt
Sungið í Hafnarborg og í Langholtskirkju á vortónleikum Kvennakórs Reykjavíkur ásamt Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur og Senjorítum.
Undirleikari Svana Víkingsdótir píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Júní Tónleikaferð til Ítalíu
Tónleikaferðalag til Ítalíu með Kvennakór Reykjavíkur. Tónleikar 8. júní í kirkju Sant'Ignazio og 9. júní í Subiaco.
Undirleikari Svana Víkingsdóttir píanó/orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
18. september Háskólatónleikar
Háskólatónleikar undir stjórn Sibyl Urbancic.
 
14. nóvember Kyrrðarstund við Kertaljós
Tónleikar í Kristskirkju. Hljóðfæraleikarar: Svana Víkingsdóttir orgel og Stefán S. Stefánsson saxófón.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
7. og 8. desember Englakór frá himnahöll
Sungið á aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju.
Undirleikarar: Svana Víkingsdóttir orgel, Domenica Cifariello harpa og Kristján Þ. Stephensen óbó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 
1995    
Maí Vortónleikar
Sungið á vortónleikum Kvennakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
5. júní Mozart-tónleikar
Sumartónleikar Vox feminae í Seltjarnarneskirkju.Einsöngvarar: Guðrún Jónsdóttir sópran, Björk Jónsdóttir sópran og Jóhanna V. Þórhallsdóttir alt.
Hljóðfæraleikarar: Hildigunnur Halldórsdóttir fiðla, Ágústa Jónsdóttir fiðla, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir víóla og Svana Víkingsdóttir orgel/píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
2. nóvember Kristskirkja
Tónleikar í Kristskirkju á Allra heilagra messu. Undirleikari Svana Víkingsdóttir orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
10. 13. og 14. desember Nú kemur heimsins hjálparráð
Sungið á aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur í Víðistaðakirkju og í Hallgrímskirkju. Hljóðfæraleikarar: Bernharður Wilkinson flauta, Hallfríður Ólafsdóttir flauta og Svana Víkingsdóttir orgel.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 


 
1994    
janúar Nafnið - Vox Feminae
Nafn kórsins tekið upp og undirbúningur fyrir fyrstu tónleika hefst undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
 
26. mars Agnus Dei - Fyrstu tónleikar Vox feminae
Vortónleikar í Seltjarnarneskirkju þar sem flutt voru trúarleg verk. Einsöngvari Inga Bachmann. Undirleikari Svana Víkingsdóttir auk strengjasveitar.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
Desember Jólatónleikar
Sungið með 14 Fóstbræðrum á jólatónleikum Kvennakórs Reykjavíkur.
 


 
1993    
September Haustið 1993 hófust æfingar antikhóps innan Kvennakórs Reykjavíkur. Hann skipuðu 24 konur og áherslan var á trúarlega tónlist.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.