Verkefni Vox feminae 2006-2010

 

2010    
11.-12. desember

Frostrósir 2010
Vox feminae tók þátt í fermnumstórtónleikum Frostrósa í Laugardalshöllinni. Á tónleikunum komu fram margir af fremstu tónlistarmönnum þjóðarinnar, Eivør, Hera Björk, Margrét Eir, Ragnheiður Gröndal og Regína Ósk, Friðrik Ómar, Garðar Thór Cortes, Jóhann Friðgeir og Stefán Hilmarsson. Þeim til halds og trausts var 30 manna Stórhljómsveit Frostrósa undir stjórn Árna Harðarsonar, Karlakórinn Fóstbræður, Vox Feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Íslenski gospelkórinn, Gospelraddir Domus Vox og Barnakór Frostrósa

 

9. desember

Yfir fannhvíta jörð
Glæsilegir fjölskyldutónleikar allra kóra sönghússins Domus Vox í Hallgrímskirkju. Á tónleikunum fluttu 200 söngkonur á öllum aldri margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum. Kórarnir sem fram komu ásamt Vox feminae voru Stúlknakór Reykjavíkur og Cantabile. Einsöngvari var Maríus Sverrisson, Antonia Hevesi lék á orgel, Örnólfur Kristjánsson á selló, Helga S. Torfadóttir og Hlín Erlendsdóttir á fiðlu, og Eydís Franzsdóttir á óbó. Stjórnadi var Margrét J. Pálmadóttir.

 

21. nóvember

Caritas tónleikar í Kristskirkju
Vox feminae tók þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas Ísland sem að þessu sinni voru til styrktar Mæðrastyrksnefnd. Auk Vox feminae komu þar fram félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur, einsöngvararnir Kristján Jóhannsson og Hulda Björk Garðarsdóttir og glæsilegur hópur hljóðfæraleikara.

10. nóvember

O magnum mysterum í Hafnarfjarðarkirkju
Tónleikarnir voru endurteknir í Hafnarfjarðarkirkju.

 

 
7. nóvember

Sungið við messu í Reykholtskirkju
Vox feminae söng við messu í Reykholtskirkju og einnig var hluti efnisskrár O Magnum mysterium tónleikanna fluttur að messu lokinni.

 

4. nóvember

 

O magnum mysterum í Kristskirkju
Trúarlegir tónleikar í tengslum við Allra heilagra messu. Á tónleikunum flutti kórinn sína uppáhaldstónlist, undurfögur trúarleg verk frá endurreisnartímanum, m.a. eftir tónskáldin Palestrina, Orlando di Lasso og Tomás Luis de Victoria. Auk þeirra voru fluttir tveir sálmar eftir Þorkel Sigurbjörnsson sem þótt nýir séu bera með sér stílbragð liðins tíma.

 

19. júní

Ljósmyndabókin "da capo" kemur út
Á kvenréttindadaginn þann 19. júní gaf kvennakórinn Vox feminae út ljósmyndabókina "da capo". Meginstef hennar eru portrettmyndir af kórkonum í Vox feminae ásamt minningabrotum úr kórstarfinu og hugleiðingar kórfélaga um hlutverk söngsins í lífi þeirra. Að auki hefur bókin að geyma sögu Vox feminae í máli og myndum, erindi um sögu kvennasöngs á Íslandi og erindi frá listamönnum um samstarfið við Vox feminae. Formála ritar Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands. Í tilefni af útgáfunni hélt kórinn tónleika í Þjóðmenningarhúsinu og þar var einnig opnuð sýning um starf kórsins.

 

12.-13. maí

Brindisi í Íslensku óperunni
Vox feminae stóð fyrir sannkallaðri söngveislu í Íslensku óperunni þar sem tónleikagestum var boðið í ferðalag um heim óperusögunnar. Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum og Stúlknakór Reykjavíkur sungu með okkur á tónleikunum og einsöngvari var Sigrún Hjálmtýsdóttir, auk einsöngvara úr hópi kórfélaga. Hljómsveitina skipuðu Antonía Hevesi píanóleikari, Elísabet Waage hörpuleikari, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari, Svava Bernharðsdóttir víóluleikari og Eggert Pálsson slagverksleikari. Stjórnandi var Margrét J. Pálmadóttir.

 

13.-14. mars

 

Vox feminae heimsækir Suðurland
Vox feminae fór í æfingabúðir í Skálholt og notaði tækifærið til að halda tónleika fyrir íbúa Suðurlands. Sungnir voru tónleikar í Skálholtskirkju og Þorlákshafnarkirkju.

 

 
 ______________________ ________________________________________________________________  __________________ 
 2009                       

 

                            
12. desember

Frostrósir í Laugardalshöll

 Vox feminae tók þátt í Frostrósa tónleikum í Laugardalshöll þann 12. og 13. desember. Stúlknakór Reykjavíkur og Karlakórinn Fóstbræður komu einnig fram á tónleikunum ásamt glæsilegum hópi einsöngvara.

 

9. desember

Hátíð er ný
Vox feminae söng á tíundu aðventutónleikum kóra Margrétar J. Pálmadóttur í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 9. desember og föstudaginn 11. desember. Á tónleikunum komu fram 180 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur, kvennakórunum Cantabile og Vox feminae. Fluttar voru margar af okkar fallegustu aðventu- og jólaperlum. Stjórnandi tónleikanna var Margrét J. Pálmadóttir og einsöngvari með kórnum Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Eydís Franzdóttir lék á óbó, Sigurður Halldórsson á selló og Antonia Hevesi á orgel.

 

1. desember

Breiðstræti á Rás 1
Vox feminae var í klukkustundar löngum jólaþætti hjá Breiðstræti á Rás 1 sem tekinn var upp í Langholtskirkju. Kórinn tók lagið og rætt var við Margréti Pálmadóttur og nokkra kórfélaga.

Breiðstræti gerði fjóra jólaþætti með kórsöng fyrir þessi jól, hinir kórarnir sem fram komu voru Hamrahlíðarkórinn, Graduale Nobilie og Langholtskirkjukórinn.

 

 
15. nóvember

Caritas - styrktartónleikar í Kristskirkju
Vox feminae tók þátt í árlegum styrktartónleikum Caritas, líkt og kórinn hefur gert mörg undanfarin ár. Á tónleikunum söng kórinn með þeim Kristjáni Jóhannssyni stórtenór og Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópran.

Þetta voru 16. styrktartónleikar Caritas sem hljómað hafa reglulega í Kristskirkju við Landakot frá árinu 1994. Allur ágóði tónleikanna rann til Mæðrastyrksnefndar.

Efnisskrá tónleikanna var glæsileg en einsöngvarar, strengjasveit og kórar fluttu margar af skærustu perlum tónbókmenntanna. Fram komu Kristján Jóhannsson og Diddú, Rúnar Guðmundsson, Guðný Guðmundsdóttir, Ari Þór Vilhjálmsson, Helga Þórarinsdóttir, Gunnar Kvaran, Hávarður Tryggvason, Einar Jóhannesson, Eiríkur Örn Pálsson, Hilmar Örn Agnarsson, Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.

 

 
29. október

Kyrie - Tónleikar í Kristskirkju og Reykholti
Kórinn hélt tónleika í Kristskirkju Landakoti þann 29. nóvember í tengslum við allra heilagra messu. Á tónleikunum var flutt trúarleg tónlist eftir íslensk tónskáld. Yfirskrift tónleikanna var Kyrie og var uppbygging þeirra skírskotun í hið hefðbundna messuform. Mörg verkanna sem voru hafa fylgt kórnum lengi og má þar nefna verk Þorkels Sigurbjörnssonar og Atla Heimis Sveinssonar. Þá flutti kórinn Salve Regina eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Beatus Vir eftir John A. Speight, en hið síðarnefnda frumflutti kórinn í alþjóðlegri kórakeppni á vegum Vatikansins í Róm árið 2000, þar sem kórinn vann til silfurverðlauna. Listrænn stjórnandi var Margrét J. Pálmadóttir.

Til stóð að kórinn flytti þessa tónleika einnig í Reykholtskirkju laugardaginn 31. október, en vegna útfarar Flosa Ólafssonar leikara féllu þeir tónleikar niður. Þess í stað söng kórinn við messu í Reykholtskirkju á Allra heilagra messu sunnudaginn 1. nóvember þar sem prestur var séra Geir Waage.

 

17. ágúst

Námskeið í Skálholti
Nokkrir félagar úr Vox feminae tóku þátt námskeiði fyrir stjórnendur barna- og kvennakóra sem haldið var í Skálholti dagana 14. til 16. ágúst síðastliðinn. Leiðbeinendur á námskeiðinu, sem haldið var á vegum Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar, voru þær Sibyl Urbancic og Margrét J. Pálmadóttir. Kórfélagar voru í hlutverki æfingakórs fyrir þátttakendur á námskeiðinu, en því lauk með söng við messu í Skálholtsdómkirkju á sunnudeginum. Þetta var afar lærdómsríkt og skemmtilegt fyrir kórfélaga enda mikið sungið þá þrjá daga sem kórinn dvaldi í Skálholti.

 

 
16. maí

Vox feminae tekur þátt í Listahátíð í Reykjavík
Vox feminae tók þátt í verkefninu Orbis Terræ - ORA í Þjóðmenningarhúsinu. Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fór fyrir hópi listamanna sem leiddi gesti Þjóðmenningarhússins í gegnum gjörning sem fjallaði um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu. Hið virðulega Þjóðmenningarhús varð vettvangur stríðsátaka, kvenfrelsisbaráttu, stríðs og friðar


 
9. maí

Opið hús í Domus Vox
Sumarkomu fagnað með opnu húsi í Domus Vox. Vox feminae, Gospelsystur og Stúlknakór Reykjavíkur komu fram ásamt einsöngvurum úr röðum kórfélaga. Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir tóku einnig lagið. Einnig komu félagar úr Hljómskálakvintettinum í heimsókn en þetta hús markaði upphaf samstarf milli Hljómskálakvintettsins og Vox feminae um upptökur á geisladiski.


 
6. maí

Þar sýprus grær
Tónleikar í Hafnarborg þar sem flutt var tónlist frá 16. og 17. öld undir yfirskriftinni „Þar sýprus grær“. Fluttir voru madrigalar og söngvar frá ýmsum löndum, þ.á.m. eftir Claudio Monteverdi, Passerau, Giovanni Gastoldi, John Dowland, Thomas Morley, Orlando Gibbons og O. Vecchi.
Madrigalar eru fjölradda veraldleg sönglög og má rekja uppruna þeirra til tíma endurreisnarinnar á Ítalíu, er aðalsmenn tóku að ráða tónlistarmenn í þjónustu sína. Við ítalskar hirðir störfuðu þannig litlir sönghópar sem sungu madrigala fyrir húsbændur og gesti þeirra. Smám saman breiddist þetta tónlistarform út og náði miklum vinsældum og þá einkum á Englandi. Flest ljóðanna fjalla um ástina í sinni margbreytilegu mynd, gleði, unaði, angist, söknuði og kvöl.
Á tónleikunum komu fram ásamt Vox feminae, einsöngvarar úr röðum kórfélaga, Símon Ívarsson gítarleikari og Marion Herrera hörpuleikari. Listrænn stjórnandi tónleikanna Margrét J. Pálmadóttir.

 

8. mars

Baráttudagur kvenna
Tekið þátt í dagskrá sem fram fór í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í tilefni af baráttudegi kvenna fyrir friði og jafnrétti.


 
25. janúar -1. febrúar

Da capo
Menningarhátíð og ljósmyndasýning Vox feminae í Norræna húsinu. Tilefni hátíðarinnar er væntanleg ljósmynda- og heimildabók um Vox feminae, da capo, sem er eitt af verkefnum kórsins á 15 ára afmælisári. Bókin inniheldur ávörp, erindi og ágrip af sögu kórsins en ljósmyndir Sigríðar Soffíu Gunnarsdóttur eru þó meginefni bókarinnar og er hverri og einni söngkonu kórsins tileinkuð opna í bókinni, þar sem staldrað er við „portrait“ mynd af söngkonunni og minningarbrot, einskonar andartak í ljósi.
Á hátíðinni kom fram: Sigríður Soffía Gunnarsdóttir ljósmyndari, Vox feminae, Inga Backman sópran, Hjörleifur Valsson fiðla, Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari, Stúlknakór Reykjavíkur, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran, Ásta Haraldsdóttir píanóleikari, Gospelsystur Reykjavíkur, Agnar Már Magnússon píanóleikari, Stefán S. Stefánsson saxófónleikari, Gunnar Hrafnsson bassaleikari, Jónas Ingimundarson píanóleikari, Antonía Hevesi píanóleikari, Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran, Hannes Petersen læknir og Auður Ólafsdóttir listfræðingur.

 


 
2008    
12. mars Stabat Mater
Tónleikar í Kristskirkju þar sem kórinn flutti í annað sinn verk John A. Speight, Stabat Mater, verk sem hann samdi sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og Vox feminae og var frumflutt í nóvember 2007 og er eitt lengsta verk sem samið hefur verið fyrir íslenskan kvennakór. Flytjendur auk Vox feminae voru Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzósópran, Daði Kolbeinsson englahorn, Sif Tulinius 1. fiðla og konsertmeistari, Hildigunnur Halldórsdóttir 2. fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla, Bryndís Halla Gylfadóttir selló og Hávarður Tryggvason bassi. Listrænn stjórnandi tónleikanna var Margrét J. Pálmadóttir en flutningi Stabat Mater stjórnaði John A. Speight.
 
9. maí

Valsar og Vínarvor
Tónleikar í Hafnarborg þar sem flutt var tónlist sem á rætur sínar að rekja til Vínarborgar s.s. hluti af Liebeslieder Waltzer op. 52 eftir Johannes Brahms, auk annarra skemmtilegra vínarljóða. Einnig voru fluttir óperukórar úr þekktum óperum eftir Mozart, Rossini, Verdi og fleiri. Flytjendur á tónleikunum auk Vox feminae voru sópransöngkonurnar Auður Gunnarsdóttir og Xu Wen, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Arnhildur Valgarðsdóttir píanóleikari. Listrænn stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 
31. ágúst Hólar í Hjaltadal
Söngur í messu og tónleikar í Hóladómkirkju. Á tónleikunum voru flutt ýmis trúarleg verk eftir íslenska höfunda ásamt úrvali Maríuljóða. Hóladómkirkja minntist um þær mundir 800 ára afmælis hins þekkta sálms „Heyr himnasmiður" eftir Kolbein Tumason og voru tónleikarnir ekki síst tileinkaðir þeim sálmi. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
16. nóvember Caritas
Tónleikar 16. nóvember í Kristskirkju við Landakot til styrktar ADHD samtökunum. Auk Vox feminae komu fram Kristján Jóhannsson tenór, Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Eyjólfur Eyjólfsson tenór. Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Hulda Jónsdóttir fiðla, Bjarni Frímann Bjarnason víola, Helga þórarinsdóttir víóla, Gunnar Kvaran selló, Eiríkur Örn Pálson trompet, Einar Jóhannesson klarinett, Sigurður Ingvi Snorrason klarinett, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Dougla A. Brotchie orgel. Stjórnandi Vox feminae Margrét J. Pálmadóttir.
 
5.-8. desember

Berlín
Tónleikaferð til Berlínar. Kórinn hélt tónleika í St. Thomas Kirche í Berlín. Tónleikarnir voru vel sóttir og vakti kórinn hrifningu þýskra tónleikagesta en dagskrá tónleikanna spannaði allt frá trúarlegri tónlist til íslenskrar jólatónlistar. Kórinn söng einnig í fjölsóttri messu í Gethsemanekirche í Prenzlauer Berg í Berlín en svo skemmtilega vildi til að þennan sunnudag fóru fram þrjár skírnir í messunni. Ennfremur heimsótti kórinn sendiráð Íslands í Berlín og söng fyrir gesti og gangandi í sameiginlega húsi norrænu sendiráðanna í Berlín.

 
3. desember

Lifandi dagatal Norræna hússins
Vox feminae var "bakvið gluggann" í lifandi dagatali Norræna hússins og flutti hátíðlega aðventudagskrá við kertaljós undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur.
Hugmyndin að baki dagatalinu var sú að á hverjum degi kl 12:34 var einhver listamaður með stutta dagskrá. Ekki var kynnt fyrir fram hvað var "bakvið hvern glugga".
Aðrir listamenn sem komu fram í desember voru:
Motion boys, Sjón, Hallgrímur Helgason, Jón Ólafsson, Hildur Vala, Kristín Mjöll, Egill Ólafsson og Valgeir Guðjónsson, Sprengjuhöllin, Steinar í Djúpinu, Karl Sigurbjörnsson, Högni úr Hjaltalín, Duo Stemma, Ófeigur Sigurðsson, Ari Trausti Guðmundsson, Reykjavík, Djass með Inga og Danna, Solla og Sandra, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Kira Kira, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Jón Gnarr og Björk.

 
29. nóvember Hjartans hörpustrengir
Aðventutónleikar í Langholtskirkju laugardaginn 29. nóvember . Þar komu fram rúmlega 200 söngkonur á öllum aldri úr Stúlknakór Reykjavíkur og kvennakórunum Gospelsystrum Reykjavíkur og Vox feminae. Einsöngvari Sigrún Hjálmtýsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Hallfríður Ólafsdóttir þverflauta, Hjörleifur Valsson fiðla, Monika Abendroth harpa, Þorkell Jóelsson og Emil Friðfinnsson horn og Antonia Hevesi orgel. Stjórnandi Margrét J.Pálmadóttir.
 
23. desember

Þorláksmessurölt
Félagar úr Vox feminae, stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystrum Reykjavíkur röltu um miðbæinn og upp Laugaveginn og sungu jólalög fyrir gesti og gangandi.

 


 
2007    
23. febrúar

Ástarsagnaeldur
Tónleikar í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem flutt voru íslensk þjóðlög og sönglög undir hamrinum í anddyri safnsins.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 
28. mars

Ljóslifandi
Minningartónleikar til styrktar ljósinu ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystrum Reykjavíkur. Hljóðfæraleikarar: Stefán S. Stefánsson saxófónn og trommur og Agnar Már Magnússon píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 
21. og 22. mars Framan eftir göngum
Tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu tileinkaðir formæðrum Íslendinga. Á efnisskránni voru íslensk söng- og þjóðlög. Hljóðverk Hjalta Þórs Sverrissonar var flutt í andyri hússins.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
2.-3. júní

Tónleikaferð um Norðurland
Tónleikaferð um Norðurland þar sem sungið var í Dalvíkurkirkju og Glerárkirkju á Akureyri. Einnig voru tónleikar í Húsavíkurkirkju í tilefni af 100 ára afmælishátíð kirkjunnar. Hljóðfæraleikarar þar voru Hjörleifur Valsson fiðla og Aðalheiður þorsteinssdóttir píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 
18. október

Fríkirkjan í Reykjavík
Kórinn tók þátt í tónleikum Hannan El-Shemounty frá Kaíró. Einnig komu fram Steingrímur Guðmundsson slagverksleikari og Hilmar Örn Agnarsson orgelleikari.

 
3. og 4. nóvember Mater Dei
Tónleikar í Háteigskirkju þar sem frumflutt var verkið Stabat Mater sem tónskáldið John Speight skrifaði sérstaklega fyrir Vox feminae. Inntak þess er helgað Maríu Guðsmóður við krossfestingu Krists og á tónleikunum var einnig flutt úrval kirkjulegra verka sem hæfðu þeim tíma kirkjuársins sem framundan var. Einsöngvari Sigríður Aðalsteinsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Daði Kolbeinsson enskt horn, Hávarður Tryggvason kontrabassi, Pálína Árnadóttir fiðla, Sif Tulinius fiðla, Sigurgeir Agnarsson selló, Svava Bernharðsdóttir víóla og Antonía Hevesi orgel. Stjórnendur: John Speight og Margrét J. Pálmadóttir.
 
10. nóvember Vox feminae og Fóstbræður
Tónleikar í Tónbergi á Akranesi ásamt Karlakórnum Fóstbræðrum. Einsöngvari Hanna Þóra Guðbrandsdóttir og undirleikari Arnhildur Valgarðsdóttir. Stjórnendur: Margrét J. Pálmadóttir og Árni Harðarson.
 
Nóvember Jólatónleikar SPK í Salnum
Jólatónleikar á vegum Sparisjóðs Kópavogs í Salnum Kópavogi. Einsöngvarar: Maríus Sverrisson og Hanna Björk Guðjónsdóttir. Hljóðfæraleikarar: Hjörleifur Valsson og Arnhildur Valgarðsdóttir. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
14. desember

Heilagt englalið
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju. Á tónleikunum komu fram auk Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystur Reykjavíkur. Einsöngvari Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Hljóðfæraleikarar: Ástríður Haraldsdóttir orgel, Hjörleifur Valsson fiðla og Helga Steinunn Torfadóttir fiðla. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 
6.-9. desember

Tónleikaferð Domus Vox til Kaupmannahafnar
Tónleikaferð til Kaupmannahafnar ásamt félögum úr Gospelsystrum Reykjavíkur. Sungið var í Sankt Pauls kirke sem er aðalkirkja Íslendingafélagsins í Kaupamannahöfn. Einsöngvari Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran og píanóleikari Agnar Már Magnússon.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

 


 
2006    
Janúar Wolfgang Amadeus Mozart
Sungin Mozart dagskrá í Sönghúsinu Domus Vox að Skúlagötu 30 í tilefni af 250 ára afmæli tónskáldsins.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
19. mars Ave Maria
Tónleikar í Kristskirkju. Einsöngvari Sigrúnu Hjálmtýsdóttur. Hljóðfæraleikarar: Arnhildur Valgarðsdóttir píanó, Valdís Þorkelsdóttir trompet, Úlrik Ólason orgel og Þorkell Jóelsson horn.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
30. apríl Vorsveifla
Vorsveifla í Langholtskirkju ásamt öðrum kórum í Domus Vox til styrktar flutningnum á Laugaveg 116. Einsöngvarar: Maríus Sverrisson, Inga Backman, Zu Wen, Hanna Björk Guðjónsdóttir, Ingunn Ragnarsdóttir, Margrét J. Pálmadóttir og Seth Sharp. Hljóðfæraleikarar: Agnar Már Magnússon píanó, Stefán S. Stefánsson saxafónn, Gunnar Hrafnsson kontrabassi, Gunnar Þórðarson gítar, Kjartan Guðnason trommur og slagverk, Stefanía Ólafsdóttir víóla, Hjörleifur Valsson fiðla, Arnhildur Valgarðsdóttir píanó og Ástríður Haraldsdóttir píanó.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
26. apríl

Fimmtugsafmæli Margrétar J. Pálmadóttur
Tónleikar í Austurbæjarbíói haldnir í tilefni stórafmælis Margrétar J. Pálmadóttur.

 
19. nóvember Caritas
Styrktartónleikar Caritas í Kristskirkju í þágu fatlaðra barna. Auk Vox feminae komu fram: Sesselía Kristjánsdóttir mezzósópran, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Björk Óskarsdóttir fiðla, Hulda Jónsdóttir fiðla, Bjarni Frímann Bjarnason fiðla, Gunnar Kvaran selló, Sigurðir I Snorrason klarinett, Eiríkur Örn Pálsson trompet og Úlrik Ólason orgel.
 
26. nóvember Tónleikar SPK í Digraneskirkju
Kórinn söng tvenna tónleika í Digraneskirkju á vegum Sparisjóðs Kópavogs. Einsöngvari Egill Ólafsson og píanóleikarar voru Arnhildur Valgarðsdóttir og Jónas Þórir. Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
12. og 13. desember Tendrum ljós á tré
Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju í samstarfi við Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystur Reykjavíkur.
Einsöngvari Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Hljóðfæraleikarar: Ástríður Haraldsdóttir orgel, Eiríkur Örn Pálsson trompet, Eydís Franzdóttir óbó, Helga Steinunn Torfadóttir fiðla, Hjörleifur Valsson fiðla, Jónína Auður Hilmarsdóttir víóla, Örnólfur Kristjánsson selló, Kjartan Guðnason slagverk og Kristján H. Hafliðason slagverk.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.
 
10. desember

Útgáfa geisladisksins Ave Maria
Útgáfutónleikar geisladisksins Ave Maria í Þjóðmenningarhúsinu. Einsöngvari hanna Björk Guðjónsdóttir.
Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.