Kórar Domus vox, Stúlknakór Reykjavíkur, Aurora, Vox feminae og Cantabile,
halda sína árlegu jólatónleika í Hallgrímskirkju þriðjudaginn 3. desember
næstkomand kl. 20:00.Tónleikarnir bera yfirskriftina „Himneskt ljós“ og þar
munu koma fram tæplega 200 söngkonur á öllum aldri ásamt hljóðfæraleikurum
og einsöngvurunum Hildigunni Einarsdóttur og Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað.
Listrænn stjórnandi tónleikna er Margrét J. Pálmadóttir.

Tónleikarnir eru helgaðir trúarlegri tónlist frá ýmsum tímum tileinkuð aðventu og
jólum. Það verður hátíðleg stemming í Hallgrímskirkju á þessum tónleikum og
því er tilvalið að koma og hlýða á jólalög við kertaljós í hinum undurfagra hljómi
og notalega umhverfi Hallgrímskirkju.Forsala aðgöngumiða er hafin í Domus vox og hjá kórfélögum á kr. 3.500. Miðaverð er kr. 4.000 við innganginn.