Saga Vox Feminae

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður í Reykjavík árið 1993. Stofnandi kórsins var Margrét J. Pálmadóttir og stjórnaði hún kórnum til ársloka 2018. Í janúar 2019 tók Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað við stjórn kórsins. Í janúar 2023 tók svo Sefan Sand við af Hrafnhildi.

Í kórnum starfa um 40 félagar á aldrinum 18 til 60 ára.

Kórinn hefur komið fram við margvísleg tækifæri hér heima og haldið tónleika á hverju ári. Þá hefur kórinn farið í tónleikaferðir innanlands og utan. Í nóvember 2000 vann Vox feminae til silfurverðlauna í VII Alþjóðlegu kórakeppninni í flutningi trúarlegrar tónlistar, keppni sem kennd er við tónskáldið Palestrina og haldin er í Vatikaninu í Róm.

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins í gegnum tíðina, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld.

Vox feminae leggur metnað sinn í að auka veg kvennakóratónlistar og fær kórinn í þeim tilgangi íslenskt tónskáld til að semja nýtt verk fyrir kórinn árlega. Vox feminae er stofnfélagi Gígjunni, landssamtökum íslenskra kvennakóra.

Vox feminae hefur gefið út þrjá geisladiska sem allir eru aðgengilegir á Spotify.

Í tilefni af 15 ára afmæli kórsins árið 2008 réðist Vox feminae í það stórverkefni að taka portrait ljósmyndir af öllum starfandi kórfélögum á þeim tímapunkti. Vorið 2010 kom út ljósmyndabókin “da capo” sem hefur að geyma sögu Vox feminae frá stofnun ásamt ljósmyndunum af kórfélögum á 15 ára afmælinu. Hægt er að kynna sér helstu viðburði í sögu kórsins á tímaás sem settur er fram í bókinni.