DACAPO

Í tilefni af 15 ára afmæli kórsins árið 2008 réðist Vox feminae í það stórverkefni að taka portrait ljósmyndir af öllum starfandi kórfélögum á þeim tímapunkti. Vorið 2010 kom út ljósmyndabókin “da capo” sem hefur að geyma sögu Vox feminae frá stofnun ásamt ljósmyndunum af kórfélögum á 15 ára afmælinu.

Bókin er hin glæsilegasta og geymir einstaka sögu um söng kvenna, upplifun þeirra og tilfinningar í söngstarfinu.