Velkomin á vef Vox feminae

Kvennakórinn Vox feminae var stofnaður í Reykjavík árið 1993. Stjórnandi kórsins er Stefan Sand en hann tók við kórnum í janúar 2023.

Stofnandi kórsins og stjórnandi til ársloka 2018 er Margrét J. Pálmadóttir.

Kórfélagar eru um 40 talsins frá 18 ára aldri.

Trúarleg tónlist ásamt íslenskum þjóðlögum og sönglögum hefur einkennt lagaval kórsins, en jafnframt hefur kórinn lagt rækt við samtímatónlist eftir íslensk tónskáld. Vox feminae kemur reglulega fram við ýmis tækifæri og heldur árlega tónleika að hausti og vori. Nánari upplýsingar um sögu og starfsemi Vox feminae er að finna hér.

Hægt er að fá Vox feminae til að syngja við ýmis tækifæri, svo sem á skemmtunum og ráðstefnum, við brúðkaup eða jarðarfarir.

Vox feminae hefur gefið út þrjá geisladiska sem að allir eru aðgengilegir á Spotify.

Fréttir