Kórinn fór í tónleikaferð til Færeyja 13.6.-17.6. 2024. Þetta var vel heppnuð ferð í alla staði en kórinn hélt tvenna tónleika.

Fyrri tónleikarnir voru í Trappan sem eru tröppur staðsettar í miðbæ Þórshafnar. Þar söng kórinn nokkur lög fyrir gesti og gangandi í nokkuð góðu veðri.

Seinni tónleikarnir voru í kirkjunni í Göta en þar tók á móti okkur færeyskur kvennakór sem söng með okkur á tónleikunum. Á efnisskránni voru bæði færeysk og íslensk lög. Kirkjan var nánast fullsetin og heppnuðust tónleikarnir mjög vel.

Kórinn fékk styrk frá Reykjavíkurborg til að fara í þessa tónleikaferð og erum við mjög þakklátar fyrir það.

Takk Reykjavík!