Miðvikudaginn 13. maí 2015 stendur kvennakórinn VOX FEMINAE fyrir vortónleikum í Seltjarnarneskirkju sem bera nafnið Vorkveðja.
Starfsár Vox feminae hefur verið einkar fjölbreytt og meðal annars var kórinn í samstarfi við Reykjavík Barrokk við flutning verksins Gloria eftir Vivaldi. Kórinn frumflutti verkið Gloria eftir Mist Þorkellsdóttur á Háskólatónleikum í mars síðastliðinn. Þá var Vox feminae í samstarfi við aðra kóra sönghússins Domus Vox á sumardaginn fyrsta sem hétu Konur í 100 ár, Slétt og brugðið, og voru tileinkaðir 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna.
Á tónleikunum í Seltjarnarneskirkju verða flutt íslensk söng- og þjóðlög eftir m.a. Jórunni Viðar, Pál Ísólfsson og Inga T. Lárusson.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og eru undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Píanóleikari tónleikanna er meðstjórnandi kórsins Guðný Einarsdóttir.
Miðaverð er aðeins 1.800 krónur og eru fáanlegir hjá kórfélögum.