Kvennakórar Domus Vox, þ.e. Vox feminae, Hrynjandi, Cantabile og Aurora, halda tónleika í Norðurljósasal Hörpu á Sumardaginn fyrsta kl. 17:00. Á tónleikunum verður flutt fjölbreytt íslensk tónlist til heiðurs konum í 100 ár. 

Sigrún Hjálmtýsdóttir sópran og Maríus Sverrisson baríton munu syngja með kórunum. Arnhildur Valgarðsdóttir annast undirleik á píanó og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Stjórnandi tónleikanna er Margrét J.Pálmadóttir. 

Miðaverð er 3.000 krónur á harpa.is og midi.is. Forsöluafsláttur er kórfélögum og í Domus Vox.