Entries by

Kvenna megin

KVENNA MEGIN Í tilefni af 25 ára afmæli Vox feminae stendur kórinn fyrir málþingi um söng og samhljóm kvenna í Veröld – húsi Vigdísar, laugardaginn 9. nóvember kl. 15. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.  Dagskrá: 15:00 Söngur – Vox feminae – Stjórnandi: Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað 15:05 Setning málþings – Heiðrún Dóra Eyvindardóttir formaður […]

Ó ljúfa sól – Tónleikar á Reykholtshátíð

Vox feminae tekur þátt í Reykholtshátíð 2019.  Tónleikar Vox feminae verða laugardaginn 27. júlí kl. 16. Nánari upplýsingar hér:  https://www.reykholtshatid.is/copy-of-laugardagur-kl-16-sumarkved?fbclid=IwAR31CPeMjQF54GXosC6XDkcvZVWA43B-o-5lY2P-5xSGKER9AR5hBih5iCo  

Grænkar foldin frjó

„Grænkar foldin frjó“ er yfrskrift vortónleika Vox feminae þetta árið. Á þessum tónleikum gerum við okkar íslensku tónskáldum og þjóðlögum hátt undir höfði og höfum fengið undurfallegar útsetningar af ýmsum lögum sem við þekkjum öll og svo er í bland þjóðlög frá öðrum löndum með íslenskum textum. Lögin eiga það sammerkt að vera afar melódísk […]

Nýr stjórnandi tekur við Vox feminae

Um síðustu áramót urðu mikil tímamót í starfi Vox feminae, en þá lét Margrét Pálmadóttir stofnandi kórsins af störfum en við stjórn hans tók Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Um leið og við kórélagar þökkum Margréti innilega fyrir samstarfið síðustu 25 árin, kraftinn hennar og eldmóðinn, þá bjóðum við Hrafnhildi hjartanlega velkomna og hlökkum til að takast […]

Sancta Maria – aðventutónleikar Vox feminae

Vox feminae mun halda sína árlegu aðventutónleika í Háteigskirkju þetta árið. Listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi Margrét J. Pálmadóttir stjórnar kórnum og aðrir listamenn sem koma fram eru Hanna Bjōrk Guðjónsdóttir söngkona, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Ólōf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari, Arnhildur Valgarðsdóttir, píanóleikari og Erla Rut Káradóttir sem leikur á orgel. Efnisskráin er fjölbreytt að […]

Af ást og öllu hjarta

Laugardaginn 27. október mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Af ást og öllu hjarta í Háteigskirkju. Kvennakórinn Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs Á efnisskrá eru verk eftir íslensk samtímatónskáld og er heiti tónleikanna tekið úr einu þeirra sem er eftir Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur, en hún hefur […]

Vox feminae leitar að nýjum kórstjóra

Það eru miklar breytingar framundan í starfi Vox feminae því Margrét Pálmadóttir, sem stjórnað hefur kórnum frá upphafi, hefur ákveðið að einbeita sér að því kröftuga starfi sem hún stendur fyrir í Söngskólanum Domus Vox og afhenda stjórn Vox feminae í hendur nýs stjórnanda. Því leitum við nú að metnaðarfullum og kröftugum stjórnanda til að […]

Ave Maria – tónleikar í Háteigskirkju

Miðvikudaginn, 16. maí næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Ave Maria í Háteigskirkju. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Á efnisskrá eru Maríubænir og ýmsir sálmar auk þess sem kórinn mun flytja kafla úr Missa. Op. 187 eftir Josef G. Rheinberger. Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir og Guðný Einarsdóttir leikur á orgel. Kvennakórinn Vox feminae er 25 […]

Veginn man hún

Laugardaginn 24. febrúar næstkomandi, mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Veginn man hún í Veröld – húsi Vigdísar. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00.   Á efnisskrá eru íslensk þjóðlög, sönglög og sálmar frá ýmsum tímum en einnig mun kórinn frumflytja verk Svanfríðar Hlínar Gunnarsdóttur „Af ást og öllu hjartaʺ. Verkin verða flutt án undirleiks. Stjórnandi kórsins […]

Aðventutónleikar í Hallgrímskirkju

Vox feminae tekur líkt og undanfarin ár, þátt í hinum árlegu aðventutónleikum kóra Domus Vox sem haldnir verða í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 6. desember kl. 20.  Þar koma fram kórarnir Vox feminae, Aurora, Cantabile og Stúlknakór Reykjavíkur. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Margrét Pálmadóttir en einnig munu þær Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Sigríður Soffía Hafliðadóttir stjórna í […]

Hörpur og strengir í Norðurljósum

Kvennakórinn Vox feminae heldur nú tónleikana Hörpur og strengir í Norðurljósum í Hörpu. Flytur kórinn klassísk evrópsk og íslensk verk frá 17. öld fram til okkar tíma eftir Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson o.fl. Flytjendur, auk kórs, eru strengjasveit, harpa og píanó. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Hljómsveitina skipa Sigurlaug […]

Meyjar mögur – tónleikar í Ísafjarðarkirkju

Kvennakórinn Vox feminae er einn þeirra kóra sem tekur þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra á Ísafirði dagana 11. – 13. maí nk. Af því tilefni heldur kórinn sérstaka tónleika í Ísafjarðarkirkju sunnudaginn 14. maí kl. 13:30. Tónleikarnir bera yfirskriftina Meyjar mögur sem sótt er í elsta varðveitta sálm Norðurlanda, Heyr, himna smiður, eftir Kolbein Tumason […]