Aðalfundur Gígjunnar landssambands kvennakóra var haldinn í Domus Vox laugardaginn 18. október síðastliðinn.  Á fundinum var Sigríði Önnu Ellerup, félaga í Vox feminae til 20 ára, veitt heiðursviðurkenning Gígjunnar vegna framlags síns til starfs kvennakóra á Íslandi. Við félagar í Vox feminae eru afar stoltar af okkar konu enda vitum við að fáar konur hafa unnið jafn óeigingjarnt starf í okkar þágu.  Hægt er að lesa bréf vegna tilnefningar Önnu Siggu hér.

Innilega til hamingju kæra Anna Sigga!