Kórar undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, AURORA, Vox feminae, Cantabile og Hrynjandi, halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 16. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera yfirskriftina „Englaraddir óma“ og þar munu koma fram yfir 200 söngkonur á öllum aldri.

 

Tónleikarnir eru helgaðir trúarlegri tónlist frá ýmsum tímum tileinkuð aðventu og jólum. Efnisskráin er fjölbreytt, en þar eru meðal annars að finna verk eftir Biebl og Mendelsohn, í bland við jólalög sem allir þekkja og elska. Gestir á tónleikunum verða Hanna Björk Guðjónsdóttir, sópran ásamt hljóðfæraleikunum Antoniu Hevesi, Elísabetu Waage, Eydísi Fransdóttur og Viktoriu Tsvetaeva.

 

Það verður hátíðleg stemming í Hallgrímskirkju á þessum tónleikum og því er tilvalið að koma og hlýða á jólalög við kertaljós í hinum undurfagra hljómi og notalega umhverfi Hallgrímskirkju