„Grænkar foldin frjó“ er yfrskrift vortónleika Vox feminae þetta árið. Á þessum tónleikum gerum við okkar íslensku tónskáldum og þjóðlögum hátt undir höfði og höfum fengið undurfallegar útsetningar af ýmsum lögum sem við þekkjum öll og svo er í bland þjóðlög frá öðrum löndum með íslenskum textum.

Lögin eiga það sammerkt að vera afar melódísk og ljóðræn, textarnir fjalla um flest sem skiptir máli, það er sumar og sólskin og ástin blómstrar, það haustar, vindurinn gnauðar og útburðir væla, það eru vögguvísur og vorvísur og vísur fyrir guð og menn.

Vox feminae gengur fagnandi inn í vorið með nýjum stjórnanda Hrafnhildi Árnadóttur Hafstað en hún hefur einnig gert nokkrar af þessum gullfallegu útsetningum sem kórinn syngur.

Miðasala er hjá kórfélögum og á https://tix.is/is/event/7935/gr-nkar-foldin-frjo/.