Haustdagskrá Vox feminae er komin á fullt skrið! Æfingar hófust miðvikudaginn 3. september og framundan er þétt skipuð dagskrá fram til jóla. Kórinn mun koma fram á ýmsum stöðum næstu vikurnar, og má þar nefna söng á málþingi sem tileinkað er Einari Sveinbjörnssyni þann 18. september, tónleika sem fyrirhugaðir eru í lok október, söng á Caritas tónleikum í nóvember, jólatónleika og margt fleira. Þá má nefna að kórinn mun syngja við messu í Grensáskirkju nokkra sunnudaga í vetur. Einnig stefna kórfélagar á að fara í æfingabúðir í október. Það verður því engin ládeyða yfir starfi Vox feminae í vetur, frekar en endranær. Nánar um þetta allt síðar!