Vox feminae býður vorið velkomið með vortónleikum sem bera yfirskriftina “Hjá mér áttu heima”.
Tónleikarnir verða haldnir í Laugarneskirkju sunnudaginn 12. maí kl. 20:30 og listrænn stjórnandi er að vanda Margrét J. Pálmadóttir.
Dagskráin er óður til náttúru lands og þjóðar. Ástsæl þjóð- og alþýðulög skipa öndvegi og að auki verða flutt verk sem samtímatónskáldin Bára Grímsdóttir, Hildigunnur Rúnarsdóttir og Þorkell Sigurbjörnsson hafa samið við þekkt kvæði.
Þeir sem vilja njóta þessarar stundar með Vox feminae og Margréti J. Pálmadóttur geta nálgast miða í forsölu hjá kórfélögum og í síma 863 4404. Miðaverðið er 2.500 kr. og verða þeir að auki seldir við innganginn meðan húsrúm leyfir.