Vox feminae óskar Margréti J. Pálmádóttur stjórnanda kórsins innilega til hamingju með Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins sem afhent voru við hátíðlega athöfn þann 17. apríl síðastaliðinn. Margrét hlaut verðlaunin í flokknum “Frá kynslóð til kynslóðar” og er hún svo sannarlega vel að þeim komin eftir áratuga uppbyggingarstarf þar sem hún hefur stuðlað að söngmennt stúlkna og kvenna. Innilega til hamingju Margrét!