Kvennakórinn Vox feminae heldur nú tónleikana Hörpur og strengir í Norðurljósum í Hörpu. Flytur kórinn klassísk evrópsk og íslensk verk frá 17. öld fram til okkar tíma eftir Bach, Brahms, Grieg, Gjeilo, Hildigunni Rúnarsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson o.fl. Flytjendur, auk kórs, eru strengjasveit, harpa og píanó.
Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir. Hljómsveitina skipa Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Laufey Sigurðardóttir, Ólöf Sesselja Óskarsdóttir, Ásdís Hildur Runólfsdóttir, Elísabet Waage og Anna Guðný Guðmundsdóttir.
Miðasala er hjá kórfélögum og á vef Hörpu: https://www.tix.is/is/harpa/buyingflow/tickets/4544/