Vox feminae og aðrir kórar Möggu Pálma halda tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 17. mars kl. 20. 

Dagskráin er fjörug og skemmtileg – byggð upp á gospel, blues og soul tónlist. Einsöngvari er Berglind Björk Jónasdóttir og um undirleikinn sjá þeir Gunnar Gunnarsson, Gunnar Hrafnsson og Stefán S. Stefánsson. 

Miðasala er hjá kórfélögum og í Domus Vox Laugavegi 116, sími 511 3737.

Ekki missa af skemmtilegum og fjörugum tónleikum í anda Möggu Pálma!