Vox feminae heldur langþráða vortónleika eftir alltof langan vetur (okkur líður einhvern veginn eins og það hafi ekki komið vor síðan 2019… )
Tónleikarnir verða haldnir í Guðríðarkirkju, Grafarholti laugardaginn 22. maí og hefjast kl. 16:00.
Tónleikarnir eru okkar söng- og uppskeruhátíð að vori og við bjóðum alla velkomna að hlýða á efnisskrá sem samanstendur af frábærum útsetningum fyrir kvennakór, gömlum og nýjum, af sönglögum frá öllum heimshornum sem m.a. heiðra vorið og hina göfugu list, tónlistina.
Lenka Mátéová leikur með á píanó og Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað stjórnar.
Miðaverð er 2000 kr og miðasala er við innganginn.