Um síðustu áramót lét Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað af störfum og við stjórn kórsins tók Stefan Sand.
Um leið og við kórfélagar þökkum Hrafnhildi innilega fyrir samstarfið, elju og dugnað hennar í gegnum covid tímabilið, þá bjóðum við Stefan hjartanlega velkominn og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir með honum.

Stefan Sand stundaði nám við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn og lauk B.A. prófi í píanóleik árið 2017 en sneri sér í kjölfarið meira að tónsmíðum og hljómsveitarstjórn.
Árið 2019 kom hann til Íslands sem skiptinemi frá akademíunni en ákvað í kjölfarið að dvelja lengur hér á landi.
Árið 2021 lauk hann Meistaranámi í tónlist (New Audiences and Innovative Practices) frá LHÍ og hefur tekið þátt í Hljómsveitarakademíu Sinfóníuhljómsveitar Íslands undir stjórn aðalhljómsveitarstjórans, Evu Ollikainen. Hann var einnig kórstjóri Háskólakórsins haustið 2022 þar sem Messa í C-Dúr eftir L.V. Beethoven var flutt ásamt Sinfoníuhljómsveit unga fólksins.
Stefan hefur stjórnað fjölmörgum öðrum verkum í uppetningu LHí og með Sinfoníuhljómsveit Íslands.
Stefan mun klára Meistaranám í tónsmíðum frá LHÍ vorið 2023.