Fimmtudaginn 27. nóvember kl. 20:00 heldur Vox feminae skemmti- og fjáröflunarkvöld í Domus Vox. Aðgangseyrir er 1.000 krónur en innifalið er söngur, kaffi og súkkulaðikaka.

Einnig verður markaðstorg þar sem í boði verða margir fallegir hlutir í jólapakkann, svo sem föt út leðri og þæfðri ull, gler og leirlist, skartgripir, myndlist, töskur, sjöl og margt fleira fallegt.

Komdu og eigðu góða kvöldstund með okkur!