Kvennakórinn Vox feminae og Karlakórinn Fóstbræður munu sameina krafta sína með tónleikum á mörkum vors og sumars þann 31.maí næstkomandi. Á dagskrá verður fjölbreytt tónlist eftir núlifandi tónskáld frá ýmsum löndum, þar á meðal Arvo Pärt, Ola Gjeilo og Karl Jenkins. Kórarnir munu gleðja gesti með sjálfstæðum söng og samsöng sem einn kór.

Tónleikarnir hefjast kl.17.
Miðar eru í sölu hjá kórfélögum og á Tix.is