Laugardaginn 15. nóvember tekur kvennakórinn Vox feminae á móti færeyska kvennakórnum Silvitni og munu kórarnir halda sameiginlega tónleika í Seltjarnarneskirkju kl. 16.

Samstarf kóranna hófst á síðasta ári þegar Vox feminae heimsótti Færeyjar í tilefni af 30 ára afmæli kórsins og sungu kórarnir þá saman í kirkjunni í Götu. Í framhaldi þeirrar heimsóknar var ákveðið að hittast aftur á Íslandi og þá með fjögur ný verk eftir konur í farteskinu, tvö eftir færeysk tónskáld og tvö eftir íslensk tónskáld. Þessi fjögur verk verða einmitt flutt á tónleikunum í Seljtjarnarneskirkju, en efnisskrá tónleikanna samanstendur eingöngu af tónlist sem samin er af konum sem er við hæfi þegar við fögnum 50 ára afmæli Kvennafrís á Íslandi.   

Miðaverð er kr. 3000 og miðasala er hjá kórfélögum í Vox feminae og við innganginn.