Helgina 13. – 14. mars ætlar Vox feminae í æfingabúðir í Skálholti.  Íbúum Suðurlands gefst kostur á að hlýða á söng kórsins tvisvar sinnum á sunnudaginn, annars vegar í messu í Skálholtskirkju kl. 11 og hins vegar í Þorlákskirkju í Þorlákshöfn kl. 14, þar sem söngurinn verður í fyrirrúmi.
Skálholt skipar sérstakan sess í huga kórfélaga Vox feminae enda fer kórinn reglulega þangað í æfingabúðir, syngur við messur og við önnur tækifæri. Það er kórnum einnig mikil ánægja að syngja nú í fyrsta sinn fyrir íbúa Þorlákshafnar og vonast til að sem flestir sjái sér fært að mæta og hlýða á söng kórsins.
Organisti í messunni er Hannes Baldursson.