Vox feminaa söng á hátíðarsamkomu í Alþingishúsinu þar sem þess var minnst að 90 ár voru liðin síðan Ingibjörg H. Bjarnason tók sæti á Alþingi fyrst kvenna.

Þarna voru samankomnar yfir 100 konur sem sitja eða hafa setið á þingi og var það Vox feminae mikill heiður að vera beðnar um að syngja á þessari samkomu. Nokkrar stúlkur úr Stúlknakór Reykjavíkur tóku þátt í söngnum með okkur.