Vox feminae hlotnast sá heiður að syngja á Hátíðardagskrá á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn. 

Dagskrá hátíðarinnar á Austurvelli hefst kl. 11:10 er þannig:

Vox feminae syngur Yfir voru ættarlandi
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, leggur blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar
Vox feminae syngur þjóðsönginn
Hátíðarræða forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar
Stúlknakór Reykjavíkur syngur Hver á sér fagra föðurland
Ávarp fjallkonunnar
Lúðrasveitin Svanur leikur Ég vil elska mitt land

Stjórnandi Vox feminae og Stúlknakórs Reykjavíkur verður að þessu sinni Guðrún Árný Guðmundsdóttir þar sem Margrét Pálmadóttir er stödd erlendis.

Það er Vox feminae mikill heiður að vera boðið að syngja við þetta tilefni, en mörg ár eru liðin síðan kvennakór hefur hefur sungið á Austurvelli á 17. júní. 

 

http://dagskra.ruv.is/nanar/16754/