Vox feminae tekur þátt í hátíðinni “Kammertónleikar á Kirkjubæjarklaustri” í dagana 28. – 30. júní næstkomandi.

Dagskráin verður fjölbreytt og spennandi en auk Vox feminae munu Gissur Páll Gissurarson, Anna Guðný Guðmundsdóttir, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui Narváez koma þar fram.  Einnig mun Elfa Lilja Gísladóttir stjórna tónlistarsmiðju fyrir börn. 

Á hátíðinni mun  Vox feminae, ásamt Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur mezzósópran, frumflytja verkið Dame la mano, sem Bára Grímsdóttir samdi sérstaklega fyrir hátíðina. Ljóðið er eftir Gabrielu Mistral. 

 

Hægt er að kynna sér betur dagskrá hátíðarinnar hér: http://www.kammertonleikar.is/