Eins og undanfarin ár tekur Vox feminae þátt í tónleikum Frostrósa. Að þessu sinni verða tónleikarnir sérstaklega hátíðlegir þar sem um 10 ára afmælistónleika er að ræða. Tónleikarnir verða í Hörpunni og öllu til tjaldað, eins og Frostrósa er venja. Fram koma helstu söngvarar hinna íslensku Frostrósa frá upphafi og flytja öll vinsælustu lögin í nýrri og glæsilegri umgjörð. 

Það verður því mikið að gera hjá Vox feminae dagana 1.-4. desember, enda 7 tónleikar á þremur dögum ekki auðvelt verk. 

Stífar æfingar hafa staðið síðustu vikurnar enda allir staðráðnir í að sýna sitt besta á Frostrósatónleikunum og spenningur í kórfélögum að taka þátt í þessari miklu hátíð!

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um Frostrósatónleikana:  www.frostrosir.is