Vox feminae æfir nú af miklum krafti fyrir tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem haldnir verða í Háteigskirkju sunnudaginn 3. febrúar. Við erum afar stoltar að fá tækifæri til að taka þátt í þessari metnaðarfullu tónlistarhátíð og það má með sanni segja að dagskráin okkar sé metnaðarfull, því á tónleikum verður frumflutt messa sem að Bára Grímsdóttir hefur samið sérstaklega
fyrir kórinn, auk þriggja annarra verka sem öll eru eftir núlifandi skáld og bera öll yfirskriftina Salve Regina. Miðasala fyrir tónleikana verðurá midi.is.
Vox feminae æfir nú af miklum krafti fyrir tónleika á tónlistarhátíðinni Myrkum músíkdögum sem haldnir verða í Háteigskirkju sunnudaginn 3. febrúar. Við erum afar stoltar að fá tækifæri til að taka þátt í þessari metnaðarfullu tónlistarhátíð og það má með sanni segja að dagskráin okkar sé metnaðarfull, því á tónleikum verður frumflutt messa sem að Bára Grímsdóttir hefur samið sérstaklega fyrir kórinn, auk þriggja annarra verka sem öll eru eftir núlifandi skáld og bera öll yfirskriftina Salve Regina. Miðasala verður við innganginn.
Nánari upplýsingar um dagskrá Myrkra músíkdaga er að finna á www.myrkir.is og einnig er hægt að nálgast bækling um viðburði hátíðarinnar hér.