Vox feminae tekur að þessu sinni þátt í Frostrósum Klassík.  Þar kemur fram einvalalið tónlistarmanna.  Einsöngvarar eru nokkrir al-fremstu söngvarar þjóðarinnar á klassíska sviðinu; þau Hanna Dóra Sturludóttir, Dísella Lárusdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Þóra Einarsdóttir og Garðar Thór Cortes. Sérstakur gestur er svo Kristinn Sigmundsson stórsöngvari.  Auk Vox feminae munu þar koma fram Karlakórinn Fóstbræður, Stúlknakór Reykjavíkur og Óperukórinn.

Það er ljóst að þarna mun jólastemmingin svífa yfir vötnum og þetta er frábært tækifæri til að hlýða á margar helstu perlur klassíksra jólalaga og fá þannig jólin beint í hjartað!

Miðasala er á www.midi.is