Kvennakórinn Vox feminae fagnar 30 ára starfsafmæli með tónleikum í Háteigskirkju laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00
Í gegnum tíðina hefur Vox feminae lagt metnað sinn í að auka veg kvennakóratónlistar á Íslandi með því að fá íslensk tónskáld til að semja tónverk fyrir kórinn. Á þessu afmælisári mun kórinn frumflytja ný verk eftir tónskáldin Eygló Höskuldsdóttir Viborg og Stefan Sand stjórnanda kórsins.
Á tónleikunum verða einnig nokkur eldri verk kórsins flutt en þau eru eftir John Speight, Báru Grímsdóttur og Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur. Önnur íslensk tónskáld hafa einnig samið verk fyrir kórinn þótt ekki gefist tækifæri nú til að flytja þau á þessum afmælistónleikum.
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað fyrrum kórstjóri Vox feminae syngur einsöng með kórnum.

Miðaverð: 4.500 kr.

Miðar seldir við innganginn og á Tix:
https://tix.is/is/event/16574/arfleif-30-ara-afm-listonleikar-kvennakorsins-vox-feminae/?fbclid=IwAR2UK0Tz1cI4qM_pkG30m2MTZ2vdyx6YXnqNsXI3bzx7Na8DHh3EgN32nC8

Einnig er hægt að nálgast miða hjá kórfélögum.