Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir í styrkjanefnd og Stefan Sand, stjórnandi Vox feminae, tóku við styrk úr Samfélagssjóði EFLU þann 30. nóvember sl. Styrkurinn nemur 450 þúsund krónum og er ætlaður fyrir örtónleikahald á hjúkrunarheimilum á höfuðborgarsvæðinu. Á myndinni eru Sigurbjörg og Stefan ásamt Sæmundi Sæmundssyni, forstjóra EFLU.