Sönghúsið Domus vox fagnar sumarkomu með maraþon sönghelgi og kaffisölu laugardaginn 9. maí og sunnudaginn 10. maí kl. 13 að Laugavegi 116.
Laugardaginn 9. maí kl. 13 mun Vox feminae, ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og Gospelsystrum Reykjavíkur, flytja nokkur af sínum uppáhaldslögum. Einsöngvarar úr röðum kórfélaga og ungar söngkonur sem stunda nám við söngskólann munu syngja nokkur lög. Þá munu Sigrún Hjálmtýsdóttir og Hanna Björk Guðjónsdóttir sópransöngkonur gleðja gesti með söng sínum.
Þessi dagur markar einnig upphaf samstarfs milli Vox feminae og Hljómskálakvintettsins, en með haustinu er stefnan að fara í upptökur á sameiginlegum geisladiski. Vox feminae og Hljómskálakvintettinn munu taka nokkur lög saman.
Hljómskálakvintettinn skipa þeir Ásgeir Þ. Steingrímsson, Sveinn Þ. Birgisson, Þorkell Jóelsson, Oddur Björnsson og Bjarni Guðmundsson.
Við hvetjum alla til að líta við, hlýða á skemmtilega dagskrá og styrkja starfsemi Domus Vox.