Vox feminae þakkar öllum þeim sem sóttu tónleika okkar í Hafnarborg í gærkvöldi kærlega fyrir komuna. Tónleikarnir gengu mjög vel, húsfyllir var og hin besta stemming. Húsið var skreytt með blúndum og blómum, kórfélagar voru hvítklæddir og mikil vorstemming í lofti.  Með kórnum spiluðu þau Símon Ívarsson og Marion Herrera og þökkum við þeim kærlega fyrir frábært samstarf. Einnig þökkum við kærlega einsöngvurum úr röðum kórfélaga, og við erum afar stoltar af að eiga svo glæsilegar söngkonur í okkar röðum.  Síðast en ekki síst þökkum við okkar frábæra kórstjóra, Margréti Pálmadóttir, fyrir að búa enn einu sinni til frábæra söngdagskrá og hvetja kórinn til dáða.

 

Smelltu hér til að skoða myndir frá tónleikunum