Vox feminae tekur þátt í verkefninu Orbis Terræ – ORA á Listahátíð.

Margrét Vilhjálmsdóttir, leikkona og listrænn stjórnandi, fer fyrir hópi listamanna sem leiðir gesti Þjóðmenningarhússins um gjörning um landamæri og skrifræði og leiksýningu um stríðsmenningu. Hópurinn flytur þetta eldfima efni inn í Þjóðmenningarhúsið,  tákn fyrir íslenskt lýðræði og sjálfstæði. Hið virðulega Þjóðmenningarhús verður vettvangur stríðsátaka, kvenfrelsisbaráttu, stríðs og friðar. Leikrit inni í leikritinu fjallar um konur sem hittast eftir langvarandi stríð, höfundur þess er Hrund Gunnsteinsdóttir.

 

Hægt er fá nánari upplýsingar um verkið og sýningardaga hér.