Kvennakórinn Vox feminae fagnar vori með tónleikum í Seltjarnarneskirkju þann 18. maí næstkomandi (uppstigningardag) kl. 16:00.
Á efnisskránni eru verk eftir Brahms, Britten og Holst auk íslenskra sönglaga.
Þetta eru fyrstu tónleikar kórsins með nýjum kórstjóra, Stefan Sand. Stefan lauk B.A. prófi í píanóleik við Konunglegu tónlistarakademíuna í Kaupmannahöfn árið 2017 og lauk meistaraprófi í tónsmíðum frá LHÍ nú í vor.
Meðleikarar kórsins verða:
Á horn: Sara Rós Hulda Róbertsdóttir og Daníel Kári Jónsson.
Á hörpu: Katie Buckley.
Miðaverð: 3.500 kr.
Miðar seldir við innganginn og á Tix – https://tix.is/is/event/15420/vortonleikar-vox-feminae/
Miða má einnig nálgast hjá kórfélögum.