Helgina 29. apríl til 1. maí mun Vox feminae taka þátt í Landsmóti íslenskra kvennakóra, en að þessu sinni er það Jórukórinn á Selfossi sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins. Alls hafa um 600 konur víðs vegar af landinu tilkynnt þátttöku sína. Vox feminae mun syngja á tónleikum í Selfosskirkju þann 30. apríl kl. 16 ásamt hluta þeirra kóra sem mótið sækja. Kórinn mun einnig taka þátt í sameiginlegum hátíðartónleikum í Iðu sunnudaginn 1. maí kl. 15. Allar nánari upplýsingar um kóramótið er að finna á heimasíðu Jórukórsins: http://jorukorinn.is/Jorukorinn_-_Selfossi/Landsmot.html