Tónleikar kvennakórsins Vox feminae í Kapellu Háskóla Íslands 11. maí kl. 12:30.

Vox feminae syngur í Kapellu Háskóla Íslands, miðvikudaginn 11. maí kl. 12:30. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröð, samstarfsverkefni Háskóla Íslands og Listahátíðar, haldinni í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011. Tónleikaröðin samanstendur af hádegistónleikum sem haldnir eru í fjölmörgum byggingum Háskólans, spanna allt afmælisárið og tvinnast inn í dagskrá Listahátíðar.

Á tónleikunum flytur kórinn trúarleg verk eftir tónskáldin Þorkel Sigurbjörnsson og Báru Grímsdóttur. Auk þeirra mun kórinn frumflytja verkið Angel eftir Báru Grímsdóttur auk þess að syngja tvo messukafla, Kyrie og Agnus Dei, úr messu sem Bára hefur samið sérstaklega fyrir Margréti J. Pálmadóttur og kórinn. 

Stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.  Orgelleikari Erla Rut Káradóttir.

 

http://www.hi.is/vidburdir/haskolatonleikar