Vortónleikar Vox feminae bera í ár yfirskriftina “Þar skein sól í heiði”. 

Stúlknakór Reykjavíkur og fleiri góðir gestir munu heimsækja kórinn og efnisskráin samanstendur af þekktum trúarlegum verkum auk þess sem flutt verða íslensk lög sem allir þekkja. Organisti er Antonía Hevesi og stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir.

Tónleikarnir verða í Grensáskirkju laugardaginn 26. mars kl. 15:00. Miðasala er hjá kórfélögum og í síma 863 4404.

Miðaverð er aðeins kr. 1.500.