Kórar Margrétar J. Pálmadóttur, Stúlknakór Reykjavíkur, Vox feminae og Cantabile halda sína árlegu aðventutónleika í Hallgrímskirkju þann 11. desember næstkomandi. Tónleikarnir bera nafnið „Fylking sú hin fríða” og koma þar fram yfir 200 söngkonur á öllum aldri.

Einsöngvarar eru Hanna Björk Guðjónsdóttir og Maríus Sverrisson. Hljóðfæraleikarar eru Antonia Hevesi á orgel, Arngunnur Árnadóttir á klarinett ásamt strengjasveit, en hana skipa Helga Steinunn Torfadóttir fiðla, Hlín Erlendsdóttir fiðla, Jónína A. Hilmarsdóttir víóla og Örnólfur Valdimarsson selló.

Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir

Tónleikarnir hefjast kl. 20:30. Miðaverð er kr. 5.000, en forsala er hafin hjá kórfélögum og í Domus vox á kr. 4.000 út nóvember. Upplýsingar í síma 511-337 / 893-8060.