Vox feminae tekur þátt í styrktartónleikum Caritas næstkomandi sunnudag. Á þessari aðventu sem nú fer í hönd ætlar Caritas Ísland að beina sjónum sínum að Hollvinum Grensásdeildar í þágu endurhæfingar á Íslandi. Bach, Mozart, Bonomi og Sigvaldi Kaldalóns eiga allir sinn þátt í þessari hátíðlegu og jólalegu efnisskrá.

Einsöngvarar verða Kristján Jóhannsson, stórtenór og Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran ásamt helstu listamönnum þjóðarinnar, kórunum Vox Feminae og Stúlknakór Reykjavíkur. Strengjakvartett Sólstafir kemur einnig fram en hann hlaut æðstu viðurkenningu Nótunnar árið 2012.

Hægt er að nálgast miða á www.midi.is.