Menningar-, íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur úthlutar árlega styrkjum til menningarmála í borginni.

Vox feminae er einn styrkhafa að þessu sinni og hlaut styrk sem nemur 600 þúsund krónum. Öllum styrkhöfum var boðið til móttöku í Iðnó af þessu tilefni þann 25. janúar sl. Myndin var tekin við þetta tækifæri og á henni eru Þórdís Guðmundsdóttir, formaður Vox feminae og Sigurbjörg Aðalsteinsdóttir, í styrkjanefnd kórsins.