Um síðustu áramót urðu mikil tímamót í starfi Vox feminae, en þá lét Margrét Pálmadóttir stofnandi kórsins af störfum en við stjórn hans tók Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað. Um leið og við kórélagar þökkum Margréti innilega fyrir samstarfið síðustu 25 árin, kraftinn hennar og eldmóðinn, þá bjóðum við Hrafnhildi hjartanlega velkomna og hlökkum til að takast á við nýjar áskoranir með henni.
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík og lauk burtfararprófi þaðan árið 2009 undir handleiðslu Dóru Reyndal. Árið 2015 lauk hún mastersnámi frá Hollensku óperuakademíunni í Amsterdam og hún kemur reglulega fram sem einsöngvari í Hollandi sem og á Íslandi. Nánar um Hrafnhildi hér.