Vox feminae mun halda sína árlegu aðventutónleika í Háteigskirkju þetta árið. Listrænn stjórnandi kórsins frá upphafi Margrét J. Pálmadóttir stjórnar kórnum og aðrir listamenn sem koma fram eru Hanna Bjōrk Guðjónsdóttir söngkona, Emilía Rós Sigfúsdóttir flautuleikari, Ólōf Sesselja Óskarsdóttir sellóleikari, Arnhildur Valgarðsdóttir, píanóleikari og Erla Rut Káradóttir sem leikur á orgel. Efnisskráin er fjölbreytt að vanda og eins og oft áður syngur kórinn sérstaklega til heilagrar Maríu en meðal annars mun kórinn ásamt einsöngvara og hljómlistamönnum flytja kafla úr óperunni Systir Angelica eftir Puccini. Klassísk íslensk og erlend jólalög í fallegum útsetningum eru á dagskránni og við hvetjum alla til að koma og fá helga tóna í hjartastað, þannig er aðventan best.

Miðasala er hjá kórfélögum og er miðaverð í forsölu kr. 3.000. Miðaverð við innganginn á tónleikadag er 3.500 krónur.