Nú er starfsemi Vox feminae að komast í fullan gang eftir sumarið, en fyrsta æfing verður miðvikudaginn 12. september. Við höfum átt gott sumarfrí en þó hafa félagar úr Vox feminae komið fram við einstök tækifæri í sumar, til dæmis á Alþingi á hátíðarsamkomu fyrir íslenskar þingkonur, í Kramhúsinu á Menningarnótt og í útvarpsmessu í Grensáskirkju síðastliðinn sunnudag.
Við hlökkum til vetrarins en á efnisskránni eru æfingar á krefjandi tónlist, spennandi tónleikar og án efa mörg spennandi ævintýri. Þá erum við farnar að huga að 20 ára afmæli kórsins á næsta ári sem við hyggjumst að sjálfsögðu fagna veglega. Við munum að skýra nánar frá öllu þessu þegar endanlegar dagsetningar liggja fyrir.