Vox feminae heldur tónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 20:30. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir sem nú tvinnar saman spuna tónlistarmannanna Sigurðar Flosasonar á saxófón og Gunnars Gunnarssonar á orgel við flutning kvennakórsins á trúarlegum verkum. Sérstakir gestir eru félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur. Tónleikarnir eru helgaðir minningu látinna, kærkomin kyrrðarstund umvafin fagurri tónlist.
Á efnisskránni eru fjölbreytt verk frá ýmsum tímum; hana prýða jafnt verk 16. aldar tónskáldanna Orlando de  Lasso og Tomás Luis de Victoria  sem verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Kristján Kristjánsson. Ave María er einnig á efnisskránni en Vox feminae hefur löngum haft heilaga guðsmóður í hávegum og að þessu sinni eru höfundar meðal annarra Schubert, Sigvaldi Kaldalóns og Biebl. Hljóðfæraskipan og flutningur tónlistarinnar er með nýstárlegum hætti þar sem spuni ræður ríkjum í framsetningu úrvals hljóðfæraleikara, kórs og kórstjóra.
Vetur gengur brátt í garð, ljósin lifna á næturhimni meðan jörðin sefur snævi þakin.  Allra heilagra messa er Vox feminae kær, Margréti J. Pálmadóttur hefur ævinlega tekist að laða fram angurblíða stemningu á tónleikum sem kórinn hefur haldið á þessum árstíma. Unnendum trúarlegrar tónlistar sem samin hefur verið til að veita huggun harmi gegn gefst hér einstakt tækifæri til að eiga ljúfa stund í Hallgrímskirkju.

Vox feminae heldur tónleika í Hallgrímskirkju miðvikudaginn 24. október kl. 20:30. Listrænn stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir sem nú tvinnar saman spuna tónlistarmannanna Sigurðar Flosasonar á saxófón og Gunnars Gunnarssonar á orgel við flutning kvennakórsins á trúarlegum verkum. Sérstakir gestir eru félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur. Tónleikarnir eru helgaðir minningu látinna, kærkomin kyrrðarstund umvafin fagurri tónlist.

Á efnisskránni eru fjölbreytt verk frá ýmsum tímum; hana prýða jafnt verk 16. aldar tónskáldanna Orlando de  Lasso og Tomás Luis de Victoria sem verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og Kristján Kristjánsson. Ave María er einnig á efnisskránni en Vox feminae hefur löngum haft heilaga guðsmóður í hávegum og að þessu sinni eru höfundar meðal annarra Schubert, Sigvaldi Kaldalóns og Biebl. Hljóðfæraskipan og flutningur tónlistarinnar er með nýstárlegum hætti þar sem spuni ræður ríkjum í framsetningu úrvals hljóðfæraleikara, kórs og kórstjóra.

Vetur gengur brátt í garð, ljósin lifna á næturhimni meðan jörðin sefur snævi þakin.  Allra heilagra messa er Vox feminae kær, Margréti J. Pálmadóttur hefur ævinlega tekist að laða fram angurblíða stemningu á tónleikum sem kórinn hefur haldið á þessum árstíma. Unnendum trúarlegrar tónlistar sem samin hefur verið til að veita huggun harmi gegn gefst hér einstakt tækifæri til að eiga ljúfa stund í Hallgrímskirkju.