Laugardaginn 27. október mun kvennakórinn Vox feminae halda tónleikana Af ást og öllu hjarta í Háteigskirkju. 
Kvennakórinn Vox feminae er 25 ára um þessar mundir og eru tónleikarnir liður í dagskrá afmælisárs Á efnisskrá eru verk eftir íslensk samtímatónskáld og er heiti tónleikanna tekið úr einu þeirra sem er eftir Svanfríði Hlín Gunnarsdóttur, en hún hefur samið þrjú verk sérstaklega fyrir kórinn og verða þau öll flutt á þessu afmælisári.
Stjórnandi kórsins er Margrét J. Pálmadóttir. .

Hægt er að nálgast miða hjá kórfélögum en einnig verða miðar seldir við inngang á tónleikadegi. Miðaverð er 2.000 krónur..