Miðvikudaginn 25. mars syngur Vox feminae á Háskólatónleikum í Kapellu aðalbyggingar Háskóla Íslands. Á tónleikunum verður frumflutt nýtt verk, Gloria, sem Mist Þorkelsdóttir hefur samið fyrir kórinn. Þar að auki verða flutt nokkur trúarleg verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson og fleiri. 

Tónleikarnir hefjast kl. 12:30 og aðgangur er ókeypis.