Sunnudaginn 6. mars stendur Domus Vox fyrir Bollufjöri í Grensáskirkju. Um er að ræða maraþon-tónleikadagskrá þar sem fram koma Vox feminae, Stúlknakór Reykjavíkur, Cantabile, Margrét J. Pálmadóttir og ýmsir aðrir kennarar söngskólans Domus Vox, auk óvæntra gesta sem líta inn.  

Dagskráin hefst með messu kl. 11 í Grensáskirkju og að messu lokinni hefst dagskrá sem stendur samfellt fram eftir degi. Frá klukkan 13:30 til 16:30 verður boðið upp á bollukaffi í Safnaðarheimili Grensáskirkju, auk þess sem þar verður starfræktur markaður með ýmsum spennandi varningi.

Fjölskyldur og aðrir velunnarar eru hvattir til að koma, njóta sönggleðinnar og gæða sér dýrindis bollum.  Miðaverð er aðeins 1.000 krónur, en innifalið í því eru bæði tónleikarnir og bollukaffið.

Sjáumst í Bollukaffinu!