Miðvikudaginn 13. nóvember heldur Vox feminae kveðjutónleika í Grensáskirkju, en kórinn heldur af stað í tónleikaferð til Parísar þann 21. nóvember næstkomandi. Á tónleikunum gefst áhorfendum kostur á að hlýða á margt það sem að Vox feminae hyggst flytja fyrir Parísarbúa. Einsöngvari á tónleikunum er Sigrún Hjálmtýsdóttir og píanóleikari eru Guðný Einarsdóttir. Stjórnandi er Margrét J. Pálmadóttir.
Tónleikarnir hefjast kl. 20:30 og er miðaverð 2.000 krónur. Miðasala er hjá kórfélögum og við innganginn.